mánudagur, júlí 17

i hope u dont mind that i put down in words...

ég er að kikna undan álaginu.
sinar bein og vöðvum verkjar.
hausinn er tómur og augun stara stjörf fram yfir sig.
taugaboðin gefast upp á miðri leið og ég næ ekki að slá inn á lyklaborðið eða taka upp símann.

ég bara hreinlega kann ekki lengur að vinna.

sem stúdent og námsmaður þá er ég úr æfingu, ég hef ekkert vinnuþol!
ég er gersamlega tóm í hausnum, blanco. stelpan getur ekki lengur unnið, skólabækurnar skemmdu mig og rýrðu vöðvana.

ég er að væla undan vinnuálagi og ég hef aðeins verið að vinna í rúmar þrjár vikur og á bara eina eftir.. ég ætti kannski bara að halda KJ svona fyrir fólkið sem vaknar og mætir í vinnu alla daga...
mín versta martröð og stærsti ótti, fyrir utan opið beinbrot, er reglulegur vinnutími.
uhhhhh fæ bara hroll við að hugsa um það. gott ef ég kúgist ekki bara.
á hverjum morgni vakna ég rétt fyrir klukkann átta, klæði mig eftir veðráttu, bursta tennur og stekk út. ég legg bílnum við frakkastíginn eins nálægt og ég kemst sjoppunni drekanum.
ég skokka hress inn á vinnustaðinn minn, býð fólki góðan daginn og helli upp á kaffi fyrir liðið. ég býð upp á kex og jógúrt með kaffinu, það þarf alltaf að vera nasl með kaffinu.
ég og yfirmaður minn förum yfir daginn og hvað og hverjum þarf að redda þann daginn.
ég pakka nesti handa crewinu og svo skokka ég á location og hef læti svo að leikararnir og tökumaðurinn geti andað léttar og hlegið að fífla og kjánaskapnum í mér; ég tel sjálfri mér trú um að þeim muni líða betur að vita að það er að minnsta kosti eitt hirðfífl á svæðinu sem má benda á hlæja.

í gær stoppaði ég umferð á laugaveginum rétt um sexleytið í síðdegissólinni. fólk var ekki nógu sátt með það, gangandi og akandi.
ég hélt á þessu líka fína skilti sem útskýrðu að tökur stæðu yfir og að fólk ætti að vera tillittsamt og alls ekki flauta.
þetta hefði kannski verið effektívara ef ég hefði ekki haldið skiltinu á hvolfi og dillað rassinum með ímynduðum takti.
kannski hefðu þessir þrír fólksbílar ekki reynt að keyra yfir mig og þýski túristinn ekki gelt á mig, bara kannski samt.
alltaf gaman að stoppa laugaveginn, mæli með því að fólk prófi það.
það gæti verið svona nný sjokk therapía, rosa adrenalín í þessu marrrr....allir verða hreinlega að prófa þetta og ég mana fólk að sleppa skiltinu eða bara mótmæla sumarlokun geðdeildar á því.. eða bara það sem á ykkur brennir.
fólk missir þolinmæðina eftir rétt um 12 mín og fer að láta bílinn renna löturhægt í átt að þér á sama tíma og það liggur á flautinni og teygir úr löngutöng.

í fyrradag var ég statisti sem fékk smá sminkun og ljósaklemma og regnhlífahaldari.
það mætti því segja að starfið mitt væri mjög fjölbreytt og hver dagur ólíkur þeim sem áður var.
fasti puntkurinn minn er morgunkaffið sem ég fæ mér og helli upp á.
restin er svo bara ævintýri.

í streitu og álagi er nauðsynlegt að eiga einn góðan punching bag.
í vinnunni minni á ég einn slíkan og hann heitir yrsa og er vinkona mín.
á laugardaginn eftir vinnu reyndi ég að tjá henni þakklæti mitt yfir vinskap okkar og hversu vel hún stæði sig sem kýlu-poki með því að syngja hástöfum U got the love í trylltum dansi.
ég vona að skilaboðin hafi komist áleiðis, ég að vísu var ekki alveg viss svo að ég bætti við I want to dance to somebody og benti á hana.
alltaf gott að eiga góðar vinkonur sem leyfa manni að kýla sig með orðum og pirringi.

tillitsemi.
tillitsemi er orð vikunnar.
þegar maður er egocentrískur eins og við erum öll því við verðum auðvitað að treysta á okkur sjálf og hafa memyselfandI í fyrsta sæti því enginn annar mun gera það, þá horfir maður á aðstæður og gjörðir annarra útfrá sínum eigin ljósbláu réttlætingar sólgleraugum og dæmir eftir því.
maður reynir að skilja afhverju hin manneksjan hafi gert og sagt það sem hún gerði og sagði og maður reynir að skilja afhverju hin manneksjan hafi ekki skilið það sem ég var að segja og meina.
ég meina, ef ég væri hún þá________________.
þetta er nefnilega gallinn.
það er erfitt að setja sig í glerskó sem einhver annar sem kannski gengur skakkt og er með táfýlu gengur í. það er bara ekki eins að vera í sínum eigin skóm og einhvers annars.
því legg ég til að við mannfólkið verðum ögn tillitsamir hvort við annað og stöldrum við áður en við æpum og ópum og óvart særum tilfinningar einhvers annars eða erum með frekjugang.
það er ákveðin kúnst að ná að frysta augnablikið þar sem atvik kemur upp sem þarf að meta. það er ákveðin kúnst að ná að taka þessar microsekúndur áður en hugurinn þarf að bregðast við til að geta metið aðstæður og hvernig væri besta að svara með tillti til þíns og hinnar manneskjunnar.
ég er dugleg í setningum eins og mér finnst________.
ég er dugleg að segja mína skoðun óumbeðin.
ég læt ekki lítið fyrir mér fara.
þessa vikuna er ég að reyna tileinka mér tillitsemi þar sem ég kann að hafa sært nokkrar manneksjur, stuðað aðrar og verið særð á hörund sjálf því ég kann því illa að taka gagnrýni á akillesarhælinn minn.
þegar ég hef náð að tileinka mér þessa kúnst þá ætla ég að reyna troða táfýlunni minni í skó viðmælanda míns og staldra við í þessar microsek sem ég hef og meta aðstæður með ljósbláu gleraugunum hennar eða hans. svo þegar ég hef náð þessu þá ætla ég að þegja og ef ég hef eitthvað ósagt þá ætla ég bara að nota hana yrsu mína og slá hana aðeins til.
ég mun ekki verða pushover eða dyramotta en stundum er kannski allt í lagi að segja já og amen en ekki gefa stutt þriggja mín mónólog um mér finnst og ég vil....
hverjum er ekki sama um hvað mér finnst um samlokur og þjóðverja og uppáhellingar?

svoleiðis er það bara, þetta er kúnst.

annars keyri ég um á upphækkuðum musso jeppa þessa dagana sem er með turbo innspýtingu og kösturum framan á.
svona ef einhver er með bílathing sem er að lesa.
ég komst að því að inn í mér leynist lítill trukkur sem super ego berst við að kæfa.
merkilegt alveg.

ég er alveg búin á því, bransinn er töff, svoleiðis er það bara. sérstaklega dagarnir með bílarigg og track og dolly og fluid head og gripilinn.
bransinn sko, rosalegur.

pabbi minn vann limbó keppni í einu partíi sem við vorum í um daginn. rosalegur kallinn.
hér sést hann fara fagmannlega að enda bara rétt 42 ára og bendy eins og karmella.




mér finnst nína og geiri vanmetið lag.
ég söng það hástöfum í gær og ég er ekki frá því að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra, enda ekki nema von, hver vill ekki að ég lofi sér alla mína drauma ást og trú?



siggadögg
-sem fer til hins brosandi lands 6.ágúst næstkomandi-

8 ummæli:

eks sagði...

I Like Your Shoes

eks sagði...

Ég keypti mér gulllitaða öskubusku skó í gær :)

Nafnlaus sagði...

Best fyrir ykkur stelpurnar að fá ykkur bara takkaskó :) Verðið stöðugari og fáið betra grip þegar þið þurfið að hlaupa í burtu :)

eks sagði...

hahahahaha :)

Mia sagði...

Hvaða land er hið brosandi land? Búin að brjóta heilann um þetta :D

Kleina sagði...

Þessi vinna þín hljómar samt skemmtileg þrátt fyrir að þú sért svolítið útkeyrð. Mundu svo að dagar skólaálgs, ritgerða- og skýrsluskila, ba ritgerðakvíða og kaffipása fara bráðum að renna upp. Sjáumst þá...

Sigga Dögg sagði...

tæland my friend thailand :)

steina mín, cant wait!

eks sagði...

HA ERTU AÐ FARA TIL TÆLANDS???????